Fjölmenningarstefnu norðurlanda þarf að blandast kröfu um aðlögun múslima að veraldlegu samfélagi. Geta ekki stundað óhefta karlrembu og sharia í vestrænu samfélagi. Verða að sæta því, að gert sé grín að spámönnum og guðum af öllum toga. Fyrst og fremst geta þeir ekki flutt miðaldir með sér til Evrópu. Þýðir, að kostnaður við aðlögun múslima verður miklu meiri en kostnaður við alla aðra hópa. Múslimar mega ekki lokast inni í eigin hverfum, mega ekki detta úr námi, mega ekki verða úrhrök og fangelsafóður. Nútímafólk á vesturlöndum telur sig þurfa að verja torsótt mannréttindi og veraldarhyggju gegn forneskju miðalda.