Lamað Evrópusamband

Punktar

Tvö Evrópusambandsríki í klóm fasista. Ungverjar og Pólverjar fólu fasistum að fara með stjórn. Ríkisstjórnin í Póllandi hreinsaði út dómstóla og fjölmiðla. Gerði á nokkrum dögum, sem Hitler gerði á heilu ári. Lýðræðisríki sambandsins eru að drukkna í skriðu flóttafólks. Þar eru hópar útúr-tjúnaðra miðaldakarla, sem setja allt á annan endann. Schengen er dautt. Evrópusambandið er jafnófært um að fást við fasista og múslima. Rétt eins og það getur ekki leyst öngþveiti ríkisfjármála eyðsluríkjanna. Nýr fylliraftur Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker, er ekki starfi sínu vaxinn fremur en forverinn, José Manuel Barroso.