Jón Gnarr póserar, leikur hlutverk, setur sig inn í rullur. Lék borgarstjóra í Reykjavík. Er núna orðinn leikhússtjóri hjá 365 og undirbýr framhaldsþátt. Þar leikur hann sjálfan sig að leika borgarstjóra. Gnarr er varla persóna, heldur leiknar persónur af ýmsu tagi. Beztur sem Georg Bjarnfreðarson. Segist boða á föstudaginn, hvort hann bjóði sig fram til forseta. Ætti raunar að orða það svo, að hann bjóðist til að leika forseta. Svo getur hann gert framhaldsþætti um sjálfan sig leika forseta. Vafalaust skárri en pólitíkus á Bessastöðum, en verður nokkur slíkur í boði? Verður keppnin ekki við alvörufólk úr þjóðlífinu?