Georg Bjarnfreðarson réð Jesper, Kasper og Jónatan til Stöðvar 2. Eiga að bera uppi vikulegan þátt um hörmungar heiðarlegra bófa, sem þurfa að sitja af sér dóm uppi í sveit. Þar er fátt um góð rauðvín og bannað að fara í reiðtúr. Eina jákvæða er, að dýnurnar frá Johnsen eru bærilegar. Fyrsti þáttur fór í loftið og framkallaði almennan grát meðvirkrar þjóðar. Aumingja Jesper, Kasper og Jónatan settu bara þúsundir á hausinn og höfðu milljarða af þjóðinni. Samt meðhöndlaðir eins og fúlustu bjórkippuþjófar. Soffía Winkel hlífir þeim þó við því að sitja á Hrauni innan um bjórkippuþjófa. Handritið semur Bjarnfreðarson á Baugi.