Veraldarhyggja sækir fram. Helmingur fólks er trúaður, þriðjungur trúir á guð, en þriðjungur er trúlaus. Þriðjungur fylgir þjóðkirkjunni, svo frekar má kalla hana ríkiskirkju en þjóðkirkju. Trúlausir eru þannig orðnir svipaðir að fjölda og þjóðkirkjusinnar. Felur í sér mikla breytingu frá mælingu fyrir tveimur áratugum. Sértrúarsöfnuðir vaxa hægt, svo að fráhvarfið felst einkum í auknu trúleysi. Við erum lengra komin í þessu ferli en nágrannaþjóðir okkar. Ýmsar ýfingar hafa verið með þjóðkirkjunni og trúlausum og má reikna með að þær haldi áfram. Fátt bendir til, að þjóðkirkjunni takist að stinga við fótum.