Svo mikil er þöggun Svía, að fjölmiðlar skirrast við að segja frá atburðum við tónlistarhátíðir árin 2014 og 2015. Segja ekki frá viðurkenndri þöggun og ekki heldur, að ástæðan var ótti við ásakanir um rasisma. DAGENS NYHETER hefur þó rofið þagnarmúrinn. Vandamál tengd múslimum eru meðhöndluð sem leyndarmál af löggunni. Sænskir fjölmiðlar taka þátt í samsærinu. Hræðslan við félagslegan rétttrúnað er magnaðri í Svíþjóð en í Þýzkalandi. Þar hafa fjölmiðlar þó tekið sig á í framhaldi af nýársnótt í Köln og víðar. GUARDIAN birtir í dag ágæta grein um þöggun, sem átti að láta atburðina hverfa. Þöggunin gerði illt verra.