Allan fisk á markað

Punktar

Þegar píratar og fleiri hafa knúið í gegn uppboð á veiðileigu eftir kosningar, þarf að gæta að nokkrum atriðum. Leyfa þarf frjálsar handfæraveiðar að vissu hámarki, kannski með lægri kröfu um auðlindarentu. Hindra þarf samráð greifa um tilboðsupphæðir í útboðum á togveiðileigu. Setja þarf lágmörk og endurtaka uppboð, ef tilboð reynast of lág. Þá með frjálsum aðgangi útgerða á evrópska efnahagssvæðinu til að brjóta innlendu bófana á bak aftur. Ef við fáum næga auðlindarentu, má okkur vera sama um, hver veiðir. Allur fiskur fer á frjálsan markað innanlands. Þannig hindrum við núverandi rentusvik með „hækkun í hafi“.