Tímabært er að tryggja hagsmuni okkar af orkusölusamningi við Alcoa álver Rio Tinto í Straumsvík. Eigendur hótuðu að loka álverinu vegna kjaradeilu. Ríkið þarf að tryggja umsamdar greiðslur fyrir raforku, þegar Rio Tinto slekkur á kerunum. Einnig þarf ríkið að gæta hagsmuna starfsfólks, peða í ógeðsskák Rio Tinto. Höfum áratuga reynslu af því rugli. Álverið fær 18% af raforku okkar. Í staðinn fá yfirvöld að skattleggja starfsmenn álversins. Skrítinn díll. Stóra málið er að nota tækifærið til að skipta orkusölu yfir í rafbíla. Felur í sér margfalt hagstæðari viðskipti en niðurgreiðslur á orku til siðblindra álbófa.