Gott að lesa þetta í frétt: „Forsætisráðherra sakaði á móti Pírata um að gera allt til þess að reyna að sprengja upp samstarfið í stjórnarskrárnefndinni.“ Píratar eru þannig helzta fyrirstaðan gegn ráðagerðum bófaflokkanna að bregða fæti fyrir stjórnarskrá fólksins. Að svo miklu leyti sem nefndarstarfið felst í þvergirðingi pírata, eru þeir hornsteinn varnarbaráttunnar. Hinn undarlegi formaður nefndarinnar hefur í hálft ár ítrekað fullyrt, að samkomulag sé í augsýn. Annars staðar fréttist, að ágreiningur sé um öll málsatriði. Brýnt er að stöðva allt, sem festir stöðu kvótagreifa í sessi. Við treystum pírötum.