Fylgi flokkanna er loksins komið í þolanlega stöðu. Bófaflokkarnir samtals með 30% fylgi. Fara ekki lægra vegna víðtækrar heimsku fólks. Skrímslið sjálft er komið niður fyrir 20% og lygarinn nálgast eins stafs tölu. Fyrir kosningar mun sá síðari lofa að dreifa stöðugleikaframlaginu til fávita, krækja í extra 5%. Eftir kosningar reynist það innantómt, hvað annað? Eini flokkurinn, sem rýfur pólitísku hringekjuna, er kominn upp undir 40%. Píratar munu koma samfélaginu í íbúðarhæft ástand. Hitt er bara fortíð og drasl. Hafi þjóðin úthald fram í kosningar, má vænta endurreisnar eftir kosningar, betri tíðar með blóm í haga.