Enn flýgur Primera

Punktar

Primera Air, fyrirtæki Andra Más Ingólfssonar í Heimsferðum, rak 31 íslenzkan flugliða. Réði grískt fólk hjá starfsmannaleigu í svindlparadísinni Guernsey. Flugfreyjurnar fá 50.000 krónur á mánuði. Samræmist ekki íslenzkum lögum. Því er Andri Már að flytja höfuðstöðvar félagsins til Lettlands. Þar hefur félagið samt ekkert flug. Andri Már tekur ekkert mark á kvörtunum farþega og greiðir ekki lögbundnar bætur fyrir seinkanir. Allir þurfa að sækja sinn rétt með þreytandi málaferlum. Samt selur Úrval/Útsýn í þessar glæfraferðir og neitar svo allri ábyrgð á óðum flugrekanda. Í alvörulandi væri skrúfað fyrir Primera.