Ný heimsendaspá

Punktar

Vísindamaðurinn Stephen HAWKING spáir endalokum mannkyns á jörðinni. Í fyrsta lagi er kjarnorkuváin komin aftur. Geðbilaðir pólitíkusar hrista bombur eins og í kalda stríðinu. Fólk af tagi Donald Trump er til alls víst. Í öðru lagi veldur hlýnun jarðar ýmsum veðurfarsöfgum, stórflóðum, fellibyljum, þurrkum og breyttum hafstraumum. Stóri fundur pólitíkusa í París var prump, sló ekkert á vandann. Í þriðja lagi valda erfðabreyttar veirur síauknum óskunda, sem lyfin ráða ekki við. Hawking telur þessi þrjú atriði magnast. Reynt verði að stofna nýtt mannlíf á fjarlægri jörð. Til að eyðileggja hana líka, vil ég bæta við.