Reykjavík skákar Nesinu

Punktar

Var að skoða myndir Dags B. Eggertssonar á fésbók af heimsendum mat gamlingja í Reykjavík. Hann lét senda sér slíkan mat í viku. Af myndunum sýnist mér heimsendur matur gamlingja í Reykjavík vera mörgum gæðaflokkum ofar heimsendum mat gamlingja á Seltjarnarnesi. Það er samkvæmt reynslu okkar hjóna í nokkrar vikur í lok síðasta árs. Á Nesinu er maturinn frá einkafyrirtæki, Veislunni, en í Reykjavík frá borgareldhúsi. Gáfumst upp á að kaupa fyrrnefnda matinn. Er ekki hægt að semja við Reykjavík um matinn og fá margfalt lystugri mat fyrir sama pening? Kannski er opinber rekstur lystugri og ódýrari en einkarekstur.