Þorri fólks veit þetta

Punktar

Flestir Íslendingar þekkja dæmi um hrun heilsukerfis hins opinbera. Fjölskyldur hafa komið saman um jól og áramót. Þar hafa flogið upplýsingar um kostnað fólks af veikindum sínum og langvinnri setu á biðlistum. Fjölmiðlar hafa birt þúsund fréttir af þessari hægfara kyrkingu heilsuþjónustunnar. Allur þorri fólks veit, að verið er að svelta velferðarkerfi heilsunnar. Einu mótbárurnar koma frá ráðherrum, sem gefa órökstuddar yfirlýsingar um gæði þjónustunnar. Einnig frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni og Brynjari Níelssyni, sem veifa brengluðum töflum. Telja töflurnar mikilvægari en veruleikann. Það er beizkt vegarnesti í pólitík.