Sem betur fer er ört vaxandi stuðningur við listamannalaun. Hann mældist 39% árið 2010, 46% árið 2013 og núna 53%. Á sama tíma hefur andstaðan minnkað úr 61% árið 2010, í 54% árið 2013 og núna niður í 47%. Þetta sýnir ört vaxandi meðvitund um mikilvægi menningar. Ágúst Einarsson prófessor telur hana leggja 4% í þjóðarbúið, samanborið við 1% hjá landbúnaði og 11% hjá sjávarútvegi. Þar að auki er hluti sprengingar í ferðaþjónustu tengdur menningu. Í samanburði við þetta eru listamannalaun bara skítur á priki. Auðvitað reyna bófar að dreifa athygli fátækra frá kúgurum sínum með því að magna árásir á listamannalaun.