Orð sem framkallar þoku

Punktar

Þegar flokkur eflist, sjá margir þar tækifæri til frama. Stundum eru prófkjör yfirtekin til að gæta þannig hagsmuna. Slík samtök hafa oft fæðst í Heimdalli. Flokkar þurfa að vera á varðbergi. Margir píratar óttast því innreið frjálshyggju. En orðið frjálshyggja þýðir margt. Hún getur falizt í ríkis- og skattahatri, í einkarétti gegn almannarétti. Stundum er hún bara fínt orð yfir rugl Hannesar Hólmsteins og Davíðs Oddssonar. Felist hún hins vegar í frelsun fátækra og annarra minni máttar undan okinu, er hún flott. Eða sem tæki í samskiptum, svo sem frjálsum markaði, sé hann til. Orðin geta stundum ruglað okkur í ríminu.