Sem virkur í athugasemdum setti ég þennan texta á vegg annars staðar í morgun:
Frjálshyggja (libertarianism) er:
A. Tvítugur Heimdellingur, sem hatar ríkið, vill einkarétt umfram almannarétt og trúir á ósýnilega hönd markaðarins.
B. Þrítugur fyrrverandi Heimdellingur, sem er ósáttur við fertuga Heimdellinginn og leitar skjóls hjá pírötum.
C. Fertugur Heimdellingur, sem hefur öðlast næga reynslu til að trúa á góð sambönd og hlýjan pilsfald ríkisins.
(Fleiri tegundir eru til, sjá hér í færslunni á undan, en þessar eru skemmtilegastar)