Frjálshyggjufólk fer mikinn á píratavefnum, lofar draumsýnir hagspekinga fyrri aldar og spekúlerar um draumóra. Við hin lifum í veruleikanum og tölum um það, sem var til, er til og verður til. Tölum um norræna, þýzka, bandaríska fordæmið og ýmis fleiri. Sitt sýnist hverjum um fordæmin og hvað megi læra af hverju. Sé þrengt að frjálshyggjufólki, segir það drauminn sanna ekki hafa komizt í gang. Pólitíkusar hafi spillt því eða Ameríka. Eins og kommarnir sögðu, að Lenín og Stalín hefðu eyðilagt kommúnismann góða. Þorri fólks vill þýzka, franska eða norræna fordæmið. Hafnar bandaríska fordæminu og trúarofstæki í helgiritum.