Hingað og ekki lengra

Punktar

Fyrr eða síðar kemur að takmörkunum á fjölmenningu í samræmi við regluna: Í Róm sem Rómverjar. Við munum ekki hagræða meginstraumi hegðunar okkar til að þóknast sérhagsmunum. Við munum ekki hagræða skólatímum, prófum og leikfimi eftir bænastundum eða föstum múslima. við munum ekki heldur taka upp halal eða kosher matreiðslu í mötuneytum. Við getum hins vegar samþykkt illa hirt skegg og slæður, því þau atriði breyta ekki okkar hegðun. Við getum fordæmt búrkur af kvenfrelsisástæðum, en varla bannað þær. Hvar sem ég fer um heiminn, virði ég siði og reglur fólksins. Ætlast til, að aðrir virði hér siði og reglur okkar.