Borgarstjórnin hefur einfalda lausn á takmarkaðri ánægju borgarbúa með þjónustu borgarinnar. Þjónustukannanir á stærstu sveitarfélögum landsins hafa hingað til sett borgina í eitt af neðstu sætunum. Hefur valdið borgarstjórninni óþægindum. Lausnin fólst í að hætta að kaupa þessar kannanir. Þöggun er vinsæl aðferð hjá Samfylkingunni eins og hjá krötum víðar um heim. Samanber þöggunina á vandræðum við aðlögun múslima. Vandinn hverfur kannski, ef ekki er talað um hann. Önnur sveitarfélög hrósa sér af útkomunni í síðustu þjónustukönnun. En borgin þegir þunnu hljóði. Samfylkingin, Björt framtíð og Píratar standa að þeirri þöggun.