Hægri sinnuð frjálshyggja

Punktar

Hættuleg er sú tegund efnahagslegrar frjálshyggju, sem kemur frá hægri sinnuðum „Libertarianism“ í Bandaríkjunum. Leggur áherzlu á heilagan eignarétt, frelsi fjármagns og afskiptaleysi ríkisins. Hefur haft áhrif í fjölþjóðastofnunum. Er hugmyndafræðilegur grunnur TISA, TTIP og TTP viðræðna um frelsi stórfyrirtækja frá þjóðríkjum. Fjölþjóðastofnanir eru almennt að hverfa frá þessu. Taka meira tillit til frelsis fólks, velferðar, starfsmannaréttar og umhverfisréttar. Við þekkjum þann anga, sem fólst í afskiptaleysi ríkisins af bankablöðrunni fyrir hrunið mikla. Og í núverandi afskiptaleysi Bankasýslunnar af nýjum glæpum nýrra banka. Við sjáum annan anga í hugmynd pírata um, að stórir skattgreiðendur geti parkerað sköttum sínum í tilgreindan ríkisrekstur og ekki annan. Friedrich Hayek er helzti páfi þessa „Libertarianism“.