Þungamiðja lífsins

Punktar

Þótt sagt sé, að Blesugróf sé þungamiðja bæjarsvæðisins, kem ég sjaldan þangað. Raunar að mestu laus við að þurfa að fara austur fyrir Snorrabraut. Nema til að fara upp í sveit, þar sem hestarnir eru, það er í Víðidal. Raunar hef ég komið þrisvar á ári í Mjódd, þar sem hjartalæknirinn minn er, enda talar hann aðeins um hestaferðir. Aldrei hef ég komið í Smáralind, enda mundi ég ekki rata þaðan aftur. Allt svæðið austan Hringbrautar er í mínum huga bara svefnherbergi. Allt lífið sjálft er vestan Hringbrautar, næturklúbbar, veitingahús, sjúkrahúsið, flugvöllurinn, háskólar, ráðuneyti, Kaffifélagið. Það er og verður bara þannig.