Eitrið fer vel í maga

Punktar

Enn er hafinn áróður hagsmunaaðila gegn innflutningi búvöru. Birt eru skelfileg línurit um eitrið, sem framleitt sé sem búvara í Evrópu. Hvergi er minnst á þá þverstæðu, að íbúum Evrópu líður betur en Íslendingum. Ekkert er minnst á, að íbúar í Evrópu eru smám saman að verða langlífari en Íslendingar. Furðulegt er, að menn telji vænlegt, í ljósi augljósra staðreynda, að fara með firrta lygi. En þannig hefur Ísland alltaf verið, leikvöllur hinnar fullkomnu firringar. Enn er reynt að magna greiðslur skattgreiðenda til landbúnaðar. Styrkir eru komnir í 14 milljarða á ári, innflutningshömlur í 10 milljarða. Dýrt er að vera bjáni.