Samfylkingin er dauð

Punktar

Kannanir sýna, að langflestir Íslendingar eru sósíaldemókratar. Vilja að ríkið reki sjálft heilsu og velferð, en útvisti því ekki til einkarekstrar. Samt vill fólk ekki kjósa Samfylkinguna. Sennilega sér fólk ekki umtalsverð tengsl þar á milli. Enda var Samfylkingin í stjórn fyrir hrun og eftir hrun. Framkvæmdi fátt af áhugamálum sósíaldemókrata. Tók þátt í að rífa sundur eftirlit með bönkum og endurreisa síðan bankana í þeirra fyrri mynd. Árni Páll Árnason formaður kom að öllu þessu. Ég kallaði hann þá „bankavininn bezta“. Hann er hluti vandans. Þar á ofan er Samfylkingin búin að tapa skilningi og áhuga á vanda smælingjanna.