Lífeyrisskrímslið

Punktar

Það kann ekki góðri lukku að stýra, að klúbbar atvinnu- og verkalýðsrekenda stjórni fjárfestingarfé landsins. Lífeyrissjóðir eru orðnir skrímsli, sem gætir hvorki hagsmuna launafólks né eftirlaunafólks. Við sjáum í eigu lífeyrissjóða fyrirtæki, sem beinlínis níðast á starfsfólki sínu. Við sjáum, hvernig lífeyrir hefur hrunið að verðgildi vegna brask-fjárfestinga. Við sjáum til dæmis í eigu lífeyrissjóða risaskip, sem hefur enga borpalla til að þjónusta á Drekasvæðinu. Klúbbarnir, sem reka lífeyrissjóði, eru í ósæmilegu fjárhættuspili. Bezt væri að þjóðnýta sjóðina og reka þá sem sjálfstæðar deildir undir einni fagstjórn.