Í bardagamálinu við Skeifuna kom í ljós, að íslenzk lögregla beitir sams konar þöggun og fræg er orðin í Svíþjóð og Þýzkalandi. Og að fjölmiðlar sætta sig að mestu leyti við þöggunina, eins og fjölmiðlar í Svíþjóð og Þýzkalandi. Þöggunin virkaði árum saman í Svíþjóð og Þýzkalandi, en er sprungin í loft upp. Einkum vegna kærumála þúsund kvenna út af massífu áreiti í Köln og víðar í Þýzkalandi. Snögglega kom í ljós, að árum saman hefur verið þagað um ofbeldi flóttamanna og hælisleitenda. Lögregla og fjölmiðlar hafa rýrt traust sitt. Færri trúa þeim en áður. Og það skar í augu, þegar þagað var um gerendur. Eins og núna gerist hér.