Nánari upplýsingar hafa smám saman leitt Borgunarmálið í ljós. Annað hvort eru ráðamenn Landsbankans fífl eða bófar, nema hvort tveggja sé. Þar verða hausar að fjúka, bankastjórinn, lögfræðideildin og aðrir, sem að málinu komu. Bjarni Benediktsson getur ekki lengur haldið verndarhendi yfir gerningi í þágu Engeyinga. Mál þetta er enn ein staðfesting þess, að enn er allt við það sama í bönkunum og fyrir hrun. Hrokafullir undirmálsmenn telja sig geta komizt upp með allan andskotann. Þannig er ástandið í öllum bönkunum. Rekstur þeirra byggist á siðblindu. Hreinsa þarf út þetta aumingjalið í eitt skipti fyrir öll.