Bandaríski herinn undirbýr endurkomu til Íslands. Hefur sótt um fjármagn til að lagfæra flugskýli á Keflavíkurvelli fyrir komu Poseidon kafbátaleitarvéla. Einnig eiga bandarísk yfirvöld í leyniviðræðum við Ísland um aukna og kannski varanlega viðveru bandarískra hermanna. Fráleitt mál. Við erum búin að ná tökum á fyrra atvinnuleysi í kjölfar brottfarar hersins á Keflavíkurvelli. Við höfum ekki mannskap í endurnýjaða þjónustu. Getum heldur ekki tekið á okkur óbeinan stuðning við stríðsæði Bandaríkjanna utan Evrópu og utan verkahrings Nató. Né heldur við stríðsrembu gegn Rússlandi, því járntjaldið er fyrir löngu fallið.