Svona gerir maður ekki

Punktar

Þessi fjögur orð urðu fræg, er Davíð Oddsson setti ofan í við Friðrik Sófusson. Sá hafði reynt að níðast á blaðburðarbörnum út af einhverri reglugerð. Nú er það Dagur B. Eggertsson, sem setur ofan í við Sigurlaugu Hrund Svavarsdóttur skólastjóra. Hún hafði neitað barni um að fá að kaupa pizzusneið á 500 krónur út á, að barnið þyrfti að vera í föstu fæði. Ýmis slík tilvik hafa komið upp í millitíðinni. Stundum vantar eitthvað í hausinn á valdafólki. Það kemur sér í þá stöðu að standa eins og fífl fyrir ósiðlega framgöngu. Skilur ekki takmörk reglugerða, þegar kemur að helztu grundvallaratriðum í mannlegum samskiptum.