Árni Páll játar allt

Punktar

Árni Páll hefur lítillega lagað stöðu sína sem formaður Samfylkingarinnar. Í bréfi til flokksmanna játar hann mistök forustunnar síðustu árin. Flokkurinn hafi metið rangt stöðuna í IceSave. Misst samband við verkafólk. Farið of geyst í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Látið undir höfuð leggjast að standa með almenningi gegn fjármálakerfinu. Gefizt upp fyrir sérhagsmunum á kröfunni um breytta fiskveiðistjórnin. Gefizt upp á að knýja fram nýju stjórnarskrána. Það er langt syndaregistur og kom rosalega seint, en kom þó. Bréfið gefur flokknum færi á að hætta að hætta að róa fram í gráðið og muldra úr dauðs manns gröf.