Hatrið á ríkinu

Punktar

Margt frjálshyggjufólk hatar ríkið og þvinganir þess. Samt hafa öll samfélög í sögunni haft strúktúr og þvinganir. Ríkið er hvorki gott né vont í eðli sínu, bara staðreynd. Í raun nota auðmenn ríkið til að skara eld að eigin köku. Það er vandinn í Bandaríkjunum og á Íslandi. Sú frjálshyggja leiðir ætíð til tjóns. Frjáls markaður regúlerar sig ekki sjálfur. Þarfnast regluverks og eftirlits, svonefnds eftirlitsiðnaðar. Hrunið varð hér vegna skipulegs eftirlitsleysis. Einkageirinn fer ætíð út fyrir allt velsæmi. Skrítið er að sjá valdshyggjufólk veifa þvingandi helgiritum, jafnvel „grunnstefnu“ pírata, til að lofa „frelsi“.