Píratar farnir að bila

Punktar

Ásta Guðrún Helgadóttir: „Við erum aldrei að fara að koma stjórnarskrá gegnum þingið nema með þverpólitískum stuðningi allra flokka.“ „Stjórnarskrábreytingum hefur alltaf verið komið í gegnum þingið með þverpólitískum stuðningi. Það er ákveðið prinsipp mál og að mínu mati kurteisi.“ Þingmaður pírata fer gegn því, að næstu kosningar snúist um að ná fram stjórnarskrá fólksins. Í stað sáttar við þjóðina vill hún sátt við pólitísk rándýr á alþingi. Reynslan segir, að breytingar á stjórnarskrá eru samþykktar með tveimur þriðju gegn einum þriðja. Ekki er unnt að taka tillit til flokka, sem eru beint í þjónustu hagsmunaaðila.