Boðorðin tíu

Punktar

Boðorðin tíu úr rökfræði til bloggara og fésbókara:

1. Ekki hafna skoðun af að þú teljir viðkomandi hafa haft rangt fyrir sér í öðru máli. (Ad hominem)
2. Ekki ýkja skoðun andmælanda þíns og búa þannig til strámann til að finna höggstað á honum. (Straw Man Fallacy)
3. Ekki nota fáar tölur sem dæmi um stóra heild. (Hasty Generalization)
4. Ekki gefa þér, að ein af forsendum þínum sé sjálfgefin. (Begging the Question)
5. Ekki gera ráð fyrir, að tímaröð feli í sér orsakaröð. (Post Hoc/False Cause)
6. Ekki gera ráð fyrir, að bara tvær andstæður komi til greina og engin millileið. (False Dichotomy)
7. Ekki gera ráð fyrir, að eitthvað standist, þegar á því eru sáralitlir möguleikar. (Ad Ignorantiam)
8. Ekki flytja sönnunarbyrðina af þér yfir á andmælandann. (Burden of Proof Reversal)
9. Ekki gera ráð fyrir tiltekinni orsakaröð í meintu orsakasamhengi. (Non Sequitur)
10.Ekki gera ráð fyrir, að vinsælar skoðanir séu endilega réttar. (Bandwagon Fallacy)

Ég beini þessu ekki að neinum sérstökum. Við höfum öll gott af að rifja upp boðorðin.