Lítil saga um andverðleika

Punktar

Baldur Guðlaugsson er eitt af kvígildum Eimreiðarhóps Davíðs Oddssonar. Var gerður að ráðuneytisstjóra. Sem slíkur stundaði hann innherjasvik í hruninu. Var dæmdur fyrir það, en fékk að sitja fangavistina á lögfræðistofu í stað Litla-Hrauns. Svo mikill er máttur Eimreiðarinnar. Hópurinn hefur tugi leiða til að sjá Baldri fyrir lífsviðurværi án þess að stuða þjóðina frekar. En þá var fundið upp á að gera hann að formanni hæfisnefndar um skrifstofustjóra ráðuneytis. Ætli Baldur sé ekki manna sízt hæfur til að hafa skoðun á, hvaða kostum skrifstofustjóri skuli vera prýddur. Lítil saga úr ríki andverðleika.