Í stefnuskrá pírata segir um stjórnarskrána: „Píratar vilja samþykkja frumvarp til stjórnskipunarlaga sem er SAMHLJÓÐA frumvarpi Stjórnlagaráðs í ÖLLUM efnisatriðum.“ Hugsanlega nær þetta líka til þeirra textabreytinga, sem gerðar voru á alþingi í lok síðasta tímabils. Uppkast stjórnarskrárnefndar alþingis fjallar ekki um slíkt. Snýst um fjögur atriði, efnislega frábrugðin niðurstöðu Stjórnlagaráðs. Samt hafa píratar ályktað, 21 gegn 18, að það hindri ekki aðild sinna manna að nefndarstörfum. Tekin verði afstaða til tillagna, er þær birtist formlega. En þær verða áfram í salti og klofningur fer vaxandi í röðum pírata.