Með 21 atkvæði gegn 18 felldu píratar tillögu um að hafna fjórum breytingum þingnefndar á stjórnarskrá. Varpa skugga á samþykkta og alkunna stefnu pírata um að halda fast við efnisatriði frumvarps stjórnlagaráðs. Nefnd alþingis hefur starfað í leyni í hálft þriðja ár. Án árangurs. Formaður nefndarinnar hefur samt jafnan fullyrt, að stutt væri að landi. Nefndarmaður pírata, Aðalheiður Ámundadóttir, gæti rimpað í klofning pírata. Gæti lýst andstöðu við núverandi uppkast nefndarinnar, kvartað yfir seinagangi í störfum hennar og óviðeigandi bjartsýni formannsins. Það mundi væntanleg rimpa í klofninginn í röðum pírata.