Mér er til efs, að rétt sé að hafa næsta kjörtímabil til eins árs, þótt píratar sigri í kosningunum. Fólk vill afgreiðslu á fleiru en stjórnarskrá og framhaldi viðræðna við Evrópusambandið. Afgreiða þarf fjárlög, það tekur tíma. Setja þarf þar inn fyrri auðlindarentu, auðlegðarskatt, tryggingagjald og fullan ferðavask. Ógilda þarf ólöglegan búvörusamning og trixið gegn Rammaáætlun. Píratar þurfa að sýna fram á, að þeir bretti upp ermar. Geti til dæmis endurreist heilsumál með áðurnefndum tekjum. Þing þarf þá að standa tvö ár í stað eins, að inniföldu heilu fjárlagaári. Slíkt skiptir máli, þegar hæfni stjórnarinnar verður metin.