Niðurstaða stjórnlaganefndar alþingis snýst um skít og kanil, eins og við var búist. Þjóðaratkvæðagreiðslur erfiðari en í frumvarpi stjórnlagaráðs. Eðlilegt gjald í stað fulls gjalds fyrir nýtingu auðlinda. Alls eru það bara þrír liðir af heilli stjórnarskrá. Þeim er ætlað að draga úr fylgi við alvörubreytingar, sem legið hafa í skúffu allt kjörtímabilið. Athyglisvert er, að fulltrúi pírata samþykkir tillögurnar. Sameinaða árás á allt ferli þjóðfundar, stjórnlagaráðs, þjóðaratkvæðagreiðslu og yfirferðar alþingis á síðasta tímabili. Raunar höfðu tveir af þremur þingmönnum pírata þegar opnað á aðild að samsæri bófaflokkanna.