Tillaga stjórnarskrárnefndar á að vera sátt. Ekki sátt þjóðar við sjálfa sig eins og tillaga stjórnlagaráðs. Þetta nýja plagg á að vera sátt milli þjóðar annars vegar og auðbófa hins vegar. Kvótagreifa og orkugreifa, sem telja sig eiga landið. Vikið er frá skýrum orðum stjórnlagaráðs yfir í moð, sem lagatæknar munu teygja og toga bófum í vil.
1. Í stað „fulls“ gjalds fyrir nýtingu auðlinda kemur „eðlilegt“ (!) gjald.
2. Þröskuldur í þjóðaratkvæði er hækkaður um helming, úr 10% í 15%.
3. Í stað orðalags Ríó-sáttamálans um „sjálfbæra þróun“ við „nýtingu auðlinda“ með „almannahag að leiðarljósi“ er komið „að gengið sé um náttúruna á sjálfbæran hátt.“
Þessi tillaga er hreinasta ógeð. Henni er ætlað að draga úr fylgi við alvörubreytingar, sem legið hafa í skúffu allt kjörtímabilið. Bófarnir sýna þjóðinni fingurinn.