Gunnar Smári segir engin dæmi þess í sögunni, að mildi og mannúð geti brotið niður samfélög og leyst þau upp. Mildi og mannúð hafa samt aldrei ráðið ríkjum í sögunni og því eru engin dæmi. Á hvorugan veginn. Kenningin sannar ekkert. Fyrst í kjölfar byltingar frelsis-jafnstöðu-bræðralags fara mildi og mannúð að skipta einhverju máli. Síðustu 200 árin. Á allra síðustu árum hefur sú kenning komið fram, að vesturlönd verði of mild og mannúðleg. Þau missi hæfileikann til að verjast árás illskunnar úr heimi miðalda. Við sjálf erum fyrstu tilraunadýr kenninga um, hvort mikil mildi og mannúð leysi upp eða leysi ekki upp samfélög.