Ábyrgð á ferðamönnum

Punktar

Erlend stjórnvöld taka ekki ábyrgð á Íslendingum, sem fara sér að voða í rauðum hverfum þriðja heimsins. Hver er ábyrgur fyrir sjálfum sér á ókunnum slóðum. Einnig þeir útlendingar, sem fara sér að voða við Gullfoss eða Reynisfjöru. Við getum sett upp skilti á ýmsum tungumálum, en við getum ekki vaktað Bjargtanga. Að einhverju marki getum við reynt að hamla gegn ábyrgðarlausri hegðun. En við getum aldrei tekið fjárhagslega eða siðferðilega ábyrgð á henni. Við erum ekki í Bandaríkjunum, þar sem er Mekka lagatækna í skaðabótarétti. En við megum ekki koma óorði á öryggi í ferðamennsku hér með því að trassa eðlilegar viðvaranir.