Sit fyrir mistök í nefnd. Formaður er kontóristi úr ráðuneyti. Skýrir, hverjar séu vinnureglurnar. Ég segi: Hver segir það? Hann segir: Það hefur alltaf verið svona. Leggur fram texta. Ég segi: Hvaða endemis rugl er þetta, stríðir gegn því, sem áður var gert. Hann segir: Komið með tillögur. Hundrað tillögur koma. Á næsta fundi leggur hann skjalið aftur fram. Ég segi: Af hverju ertu með sama bullið áfram. Hann segir: Við skulum ræða málin. Endurtekið hundrað sinnum á 30 mánuðum. Ég segi: Hvernig getur kontóristi ráðuneytis lagt hundrað sinnum fram sama bullið og sóað tímanum. Hann segir: Þetta eru vinnureglur. Þú ert fáviti, segi ég. Og kveð. Endir.