Bull stjórnarskrárnefndar um auðlindir skýrist í greinargerð: „Tekið skal fram, að ákvæðið mun ekki sjálfkrafa raska þeim óbeinu eignarréttindum, sem kunna að felast í afnota- eða hagnýtingarrétti, sem þegar kann að hafa verið stofnað til gagnvart landsréttindum og auðlindum, sem samkvæmt frumvarpinu munu teljast í þjóðareign, sbr. það sem segir um réttarvernd slíkra heimilda í köflum 4.5 og 4.6.“ Þarna hafið þið það. Allar tilraunir til að endurheimta auðlindir okkar eru marklausar. Lagatæknar sáu til þess, að bullið raskar ekki eign kvótagreifa á auðlindinni. Ef ég hefði setið í nefndinni, væri ég flúinn af landi brott.
Og hér er lýsing Ómars Ragnarssonar á endemis textanum um náttúruna.