Kristni hefur ekki þvælst fyrir mér sem vandamál og ekki gyðingdómur heldur. Veit af öfgasöfnuðum hér á landi og enn frekar í Bandaríkjunum. Áhrif slíkra hér eru svo hverfandi, að þau sjást varla á ratsjá. Öðru máli gegnir um íslam. Allt frá bannfæringu Salman Rushdie hef ég séð ofsa ýmissa múslima og vandræði þeirra við að samlagast veraldlegum nútíma. Ég tek ekki eftir slíku veseni með kristna eða gyðinga. Trufla ekki mína veraldarhyggju. En Rushdie-málið var illt og síðan Jyllandsposten-málið. Ég hafna innrás miðalda í veraldlegan nútíma. Vil, að múslimar hagi sér siðsamlega í Evrópu eða haldi sig á sinni heimaslóð.