Margir heltast úr lestinni

Punktar

Verið er að kanna skoðanir þjóðarinnar á stuðningi við tæplega þrjátíu manns, sem hafa verið nefnd sem forsetaefni. Þetta er ágætt þrep á leiðinni að næsta forseta landsins. Líklega falla um tuttugu út, því að marktækur stuðningur fyrirfinnst ekki og allir sjá það. Fróðlegt verður að sjá tölur þeirra, sem eftir standa. Úr svona könnun gæti komið eitt eða tvö athyglisverð nöfn. Síðan bætast örfá við á næstu vikum. Í næsta mánuði fer málið að skýrast, en svo fara að þrengjast tækifæri nýrra frambjóðenda á að kanna líklegt fylgi við framboð sitt. Allt er þetta í eðlilega rólegum farvegi og ekkert tímahrak komið enn.