Ragnheiður Elín Árnadóttir telur frumvarp Karls Garðarssonar um kennitöluflakk vera of íþyngjandi fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Í þrjú ár kom hún sér undan að leggja fram slíkt frumvarp. Samt glatast milljarðar árlega, er flakkarar stofna hverja martröðina á fætur annarri með stuðningi bankstera. Frumvarp Karls gerir ráð fyrir, að stjórnendum sé vísað úr leik eftir gjaldþrot tveggja fyrirtækja á þremur árum. En ráðherrann hleypur að venju Flokksins í vörn fyrir bófana, sem ákafast brjóta niður siðferði samfélagsins. Vísum gervöllum Sjálfstæðisflokki á öskuhauga sögunnar í næstu kosningum. Nóg hefur hann reynt á þolinmæði okkar.