Andlát þrautseigjunnar

Punktar

Bjartur í Sumarhúsum hefur gefizt upp. Engar hvalveiðar verða frá Hvalstöðinni í Hvalfirði á þessu ári. Hinn þrautseigi Kristján Loftsson finnur ekki lengur markað í Japan fyrir langreyðar. Japanir löngu hættir að éta hval. Stjórnvöld þar hafa lagt hindranir í veg viðskipta með þungmálma-dýr. Hvalveiðar hans eru því sjálfdauðar, þótt lengi hafi hugsjónaeldur haldið þeim á floti. Framtak Kristjáns í flutningi á kjöti um ísilagt Norður-Íshaf er því einnig sjálfdautt. Smáhvalaveiðar annarra halda áfram, enda er markaður fyrir þær á veitingahúsum fyrir túrista. Fá sér að éta hrefnu, þegar þeir koma til baka úr hrefnuskoðun.