Útivist og tekjulind

Punktar

Hugmyndin um hálendisþjóðgarð er komin á mikla siglingu. Samtök um útivist og ferðaþjónustu hafa tekið saman höndum um yfirlýsingu. Tillögur eru líka komnar til umræðu á alþingi. Hálendið er útivistarsvæði þjóðarinnar og tekjubrunnur ferðaþjónustunnar. Þessi hlutverk þarf að efla og koma á góðu skipulagi, sem hindrar illa meðferð. Taka þarf hart á pólitískum bófaflokkum Landsvirkjunar og Landsnets, sem hafa landráð á stefnuskrá. Hindra þarf virkjanir og raflínur á hálendinu. Núverandi ríkisstjórn er þröskuldur í vegi þjóðgarðsins. En hún er einkar fylgisrýr og verður væntanlega ekki til trafala eftir kosningar að ári.