Andverðleikar í eftirliti

Punktar

Andverðleikastefnan nær hástigi, er Bjarni Benediktsson ræður helztu yfirmenn Fjármálaeftirlitsins úr sínum vinahópi. Ótækt er, að eftirlitsstofnun fylgist ekki með ráðagerðum stærstu tryggingafélaga landsins og breyttum leikreglum Evrópusambandsins. Fráleitt er, að eftirlitið blessi stuld stjórnenda VÍS á bótasjóði tryggingataka. Fáránlega hrokafullt er, að eftirlitið vísi þolendum á að skipta um tryggingafélag. 90% markaðarins eru í höndum fyrirtækja, sem málið snýst um. Af VÍS-máli má ráða, að stjórn og forstjóri Fjármálaeftirlitsins eru sérvaldir út frá hæfileikaskorti og andvaraleysi. Þannig fá bófar frítt spil.