Límdi sig við stólinn

Punktar

Steinþór Pálsson bankastjóri á langa hrakfallasögu. Frægastur varð hann fyrir ítrekaðar tilraunir til að hanga á martröðinni um montkastala Landsbankans við hlið Hörpu. Lét svo Borgun plata sig. Síðasta útspil hans eru tilraunir til að hanga í starfi þrátt fyrir tilmæli Bankasýslu ríkisins um brottför. Meirihluti bankaráðsins hefur sagt af sér, en Steinþór límdi sig við stólinn. Einn af banksterunum, sem hafa byggt upp bankana í þeirri mynd, sem þeir voru í hruni. Þeir eru Las Vegas spilavíti fyrir brask og siðvillu. Leggja mesta áherzlu á að okra á fólki í skjóli fáokunar. Guðfeður í kerfi, sem liggur í rjúkandi rústum.